Samantekt um þingmál

Nafnskírteini

803. mál á 153. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að nafnskírteini gefin út á grundvelli nýrra laga uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja í reglugerð (ESB) nr. 2019/1157 og verði gild ferðaskilríki á EES/Schengen-svæðinu og örugg persónuskilríki til auðkenningar í daglegu lífi.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að allir íslenskir ríkisborgarar eigi rétt á að fá útgefið nafnskírteini og er það breyting frá gildandi lögum sem mæla fyrir um útgáfu nafnskírteina til allra einstaklinga sem eru skráðir hér á landi en gera að skilyrði að umsækjendur séu orðnir 14 ára. Einnig er lagt til að gefin verði út nafnskírteini bæði með og án ferðaréttinda.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna falla brott lög um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965, og jafnframt verða breytingar á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, og lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð. Reiknað er með að gjald fyrir útgáfu nafnskírteina verði ákveðið í gjaldskrá Þjóðskrár Íslands með hliðsjón af kostnaði við útgáfuna og að gjaldtakan standi þar með undir kostnaði. Þá er ráðgert að tímabundinn kostnaður við innleiðingu rúmist innan útgjaldaramma Þjóðskrár Íslands.

Afgreiðsla

Samþykkt með fáeinum breytingum. Til að mynda var bætt við ákvæði vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) nr. 2019/1157 að hluta.

Aðrar upplýsingar

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1157 frá 20. júní 2019 um að efla öryggi kennivottorða borgara Sambandsins og dvalarskjala sem gefin eru út til handa borgurum Sambandsins og aðstandendum þeirra sem nýta sér réttinn til frjálsrar farar.


Síðast breytt 15.09.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.